Skip to main content Skip to footer

Tónfræðigreinar

Miðað er við að nemendur hefji nám í tónfræðagreinum 10 - 11 ára. Nám í tónfræðagreinum er hluti af hljóðfæranáminu og ekki er hægt að ljúka fullgildum áfangaprófum í hljóðfæraleik og söng nema tilheyrandi áfangaprófi í tónfræðagreinum sé einnig lokið.  

Áfangar
Grunnnám í tónfræðagreinum tekur tvö ár að jafnaði (áfangar G1 og G2) og lýkur með grunnprófi. Kennt er í hóptímum, 50 mín. á viku. Miðnámið tekur einnig tvö ár (áfangar M1 og M2) og lýkur með miðprófi.  Í framhaldsnámi er boðið upp áfanga í tónheyrn, hljómfræði og tónlistarsögu í samræmi við kröfur aðalnámskrár og valgreinar svo sem tónsmíðar, íslenska tónlistarsögu, djasshljómfræði og raftónlist. Samvinna er um framhaldsdeildaráfangana við tónlistarskólana í Kópavogi, Garðabæ og Hafnarfirði. 

Markmið tónfræðigreinanáms er að styðja við nám í hljóðfæraleik og söng með því að þjálfa nótnalestur, tóneyrað, auka skilning á formi og gerð tónlistar, veita innsýn í tónlistarsöguna og hvetja nemendur til tónsköpunar. Í aðalnámskrá tónlistarskóla – tónfræðigreinar segir 
“Tónfræðanám hefur að markmiði að auka tónnæmi, þekkingu og skilning nemenda á innri gerð tónlistar sem og að þeir öðlist færni til að fást við fjölbreytileg viðfangsefni í tónlist. Einnig á námið að stuðla að því að nemendur þroski með sér sjálfstæð viðhorf til tónlistar “
Námsþættir í grunnnámi og miðnámi eru:

  • Tónfræðileg þekkingaratriði
  • Munnleg tónheyrn
  • Skrifleg tónheyrn
  • Hlustun og greining
  • Tónsköpun

og vega jafnt.  

Dagur tónfræðinnar er árlegur viðburður og þá flytja tónfræðahóparnir oftast frumsamin verk

Tónfræðikeppni milli hópa í hverju stigi fyrir sig fer fram í maí ár hvert.

Aðalnámskrá tónlistarskóla https://www.stjornarradid.is/media/menntamalaraduneyti-media/media/ritogskyrslur/adalnamskratonlist.pdf

Námsefni 

G1 áfangi
Kennslubækur: Ópus 2 og Tónheyrnarverkefni 2 - link : Efnisatriði í G1
 
G2 áfangi
Kennslubækur: Ópus 3 og Tónheyrnarverkefni 3 – link: Efnisatriði í G2

M1 áfangi 
Kennslubækur: Ópus 4 og Tónheyrnarverkefni 4 

M2 áfangi
Kennslubækur: Ópus 5 og Tónheyrnarverkefni 5

Tónfræðigreinar í framhaldsnámi  (links)
Tónfræði, tónheyrn, hljómfræði, tónlistarsaga, djasshljómfræði, íslensk tónlistarsaga, tónsmíðar og raftónlist