Skip to main content Skip to footer

Stofnun og þróun

Tónskóli Sigursveins D. Kristinssonar var stofnaður 30. mars 1964.

Forgöngu að stofnun hans hafði Sigursveinn D. Kristinsson tónskáld. 
Sigursveinn veitti skólanum forstöðu fyrstu 20 árin.

Tónskólinn er rekinn sem sjálfseignarstofnun af styrktarfélagi. Stjórn styrktarfélagsins er einnig stjórn skólans. Í stjórninni eru 6 menn, kosnir á aðalfundi styrktarfélagsins, þar að auki einn fulltrúi tilnefndur af starfsmannafélagi og annar tilnefndur af nemendafélagi skólans.

Ágrip af húsnæðissögu skólans og þróun nemendafjölda

Fyrsta veturinn 1964-65 voru 75 nemendur í Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar. 1968-69 voru nemendurnir 219, 1973 330 og 1981 540. Fyrstu árin fór kennsla fram heima hjá kennurum og í ýmsum stofum sem leigðar voru undir tónlistarkennslu.

Árið 1971 eignaðist skólinn eigið húsnæði er styrktarfélagið keypti húseignina Hellusund 7.

Haustið 1974 hófst kennsla í Breiðholti.

Sumarið 1977 lét skólinn byggja „lausa kennslustofu“ til að bæta úr húsnæðisþörf skólans í Breiðholtshverfi og fékk leyfi til að setja hana niður á lóð Fellaskóla. 
Í janúar 1983 var skólanum úthlutuð lóð fyrir nýtt skólahús við Hraunberg 2 og hófst þar kennsla í september 1984.

Skólaárið 1983-84 voru 557 nemendur í Skólanum, 36 kennarar og um 24 stöðugildi.

Haustið 1991 hófst kennsla við Árbæjar- og Ártúnsskóla og á tímabili sóttu um 100 nemendur tónlistarnám við Árbæjardeildina.

Í ársbyrjun 1994, á 30. afmælisári skólans voru fest kaup á nýlegu húsi að Engjateigi 1 í Reykjavík. Skólinn flutti í húsið í maí 1997 og þar eru höfuðstöðvar hans.

Skólaárið 1998-1999 stunduðu 630 nemendur nám við skólann og kennarar voru 61. Heildarfjöldi kennslustunda jafngilti u.þ.b. 33 stöðugildum.  

Árin 2000-2018 hefur nemendafjöldinn verið á bilinu 540-620, en 21% niðurskurður fjárframlaga árið 2005 og 12% niðurskurður árið 2009 leiddu til fækkunar nemenda.

Skólaárið 2018-19 voru nemendur 590 og 63 kennarar, og um 29 stöðugildi til kennslu og stjórnunar.

Skólaárið 2023-24 voru nemendur 590 og 60 kennarar, og um 26 stöðugildi til kennslu og stjórnunar